Það er heilmikið að gerast hjá okkur! Næsta föstudag, 1. desember, munum við hleypa herferðinni Bréf til bjargar lífi úr vör með einstakri, gagnvirkri ljósainnsetningu við Hallgrímskirkju í Reykjavík.
Það er heilmikið að gerast hjá okkur! Næsta föstudag, 1. desember, munum við hleypa herferðinni Bréf til bjargar lífi úr vör með einstakri, gagnvirkri ljósainnsetningu við Hallgrímskirkju í Reykjavík.
„Lýsum upp myrkrið“ er einstök upplifun sem hönnuð var fyrir herferðina Bréf til bjargar lífi og mun standa yfir í fimm daga. Við bjóðum þér að koma og upplifa ljósainnsetninguna og taka þátt í Bréf til bjargar lífi með því að skrifa undir bréf til stjórnvalda vegna margvíslegra mannréttindabrota. Saman getum við stuðlað að bjartari framtíð fyrir þá sem sæta mannréttindabrotum.
Hvenær: Frá 1.- 5. desember, milli kl. 17:00 og 22:00 Hvar: Við Hallgrímskirkju í Reykjavík.
Bréf til bjargar lífi er alþjóðleg herferð sem fer fram samtímis víðs vegar um heim. Þá tekur fólk höndum saman, skrifar undir bréf og þrýstir á stjórnvöld víða um heim sem brjóta mannréttindi.
Komdu og upplifðu hvernig þú getur lýst upp myrkrið í lífi þeirra sem mega þola skelfilegt óréttlæti. Skrifaðu undir og haltu loganum í ljósainnsetningunni lifandi.
Markmið okkar er að safna eins mörgum undirskriftum og hægt er. Deildu þessu með vinum þínum og hvettu þá til að taka þátt með því að smella á hnappinn hér að neðan og skrifa undir 10 mál einstaklinga og hópa.
Smelltu hér og gríptu til aðgerða
Sjáumst í næstu viku við Hallgrímskirkju (við styttuna).
Starfsfólk Íslandsdeildar Amnesty International
