Amnesty International stendur fyrir ýmsum viðburðum á aðventu.
Amnesty International stendur fyrir ýmsum viðburðum á aðventu.
Íslandsdeild Amnesty International tekur þátt í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi ásamt fjölmörgum öðrum samtökum. Við viljum hvetja félaga í deildinni til að kynna sér meðfylgjandi dagskrá átaksins sem í ár ber yfirskriftina ,,Eflum mannréttindi – Stöðvum ofbeldi gegn konum”. Þar má finna fjölmargra áhugaverða viðburði.
Við viljum sérstaklega vekja athygli á nokkrum viðburðum:
1) Laugardaginn 25. nóvember verður þögul hópstaða kl.16.00 fyrir fram Héraðsdóm Reykjavíkur á Lækjartorgi, sem og héraðsdómstólana á Akureyri, Ísafirði, Selfossi og Egilsstöðum. Tilgangur kröfufundanna er að lýsa áhyggjum yfir dómum, sem fallið hafa í nauðgunarmálum á undanförnum árum og hvetja dómstóla landsins til réttlátari dóma sem endurspegla alvarleika kynferðisafbrota.
2) Laugardaginn 2. desember stendur aðgerðahópur Amnesty International fyrir sýningu á tveimur stuttmyndum, It´s in our Hands og Lives Blown Apart, og umræðum að þeim loknum. Myndirnar verða sýnar á þriðju hæð Alþjóðahússins Hverfisgötu 18, kl.20.00 og fjalla báðar um baráttu AI gegn ofbeldi á konum.
3) Sunnudaginn 10.desember verður bréfamaraþon Íslandsdeildar Amnesty International haldið í hliðarsal veitingastaðarins Hornsins, Hafnarstræti 15 kl 12-18. Gestum býðst tækifæri til að skrifa jólakort til þolenda kynbundins ofbeldis í Kongó, Guatemala, Zimbabwe og Darfúr-héraði í Súdan.
4) Sunnudaginn 10.desember verða aðventutónleikar Amnesty International í Neskirkju við Hagatorg og hefjast þeir kl. 20.00. Meðal þeirra sem fram koma á tónleikunum eru Kolbeinn Bjarnason flautuleikari, Auður Gunnarsdóttir sópran,
Helga Þórarinsdóttir víóluleikari, Richard Talkowsky sellóleikari, Ari Vilhjálmsson fiðluleikari og Einar Jóhannesson klarínettuleikari. Einnig koma fram KK og Ellen.
Amnesty-félagar eru hvattir til að taka virkan þátt í 16 daga átakinu. Sjá nánar meðfylgjandi dagskrá 16 daga átaks 2006: www.amnesty.is/Ofbeldi_gegn_konum/16_daga_atak
