Amnesty International á mannréttindatorgi á Vetrarhátíð

“Komum taumhaldi á vopnin” heitir dagskrá Amnesty International á mannréttindatorgi í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 24. febrúar milli kl. 16-20. Settur verður upp lítill kirkjugarður með legsteinum og gefst fólki kostur á að leggja blóm á legsteinana, til minningar um það, að einn einstaklingur deyr hverja mínútu af völdum smávopna alla daga ársins. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Íslandsdeildarinnar. Slóðin er: www.amnesty.is/taumhald_a_vopnin.
Fólk er hvatt til að mæta og sýna stuðning sinn við gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasáttmála.