Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa fordæmt aftökur tveggja manna sem voru handteknir í mótmælum sem fram fóru í kjölfar umdeildra forsetakosninga í Íran á síðasta ári.
Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa fordæmt aftökur tveggja manna sem voru handteknir í mótmælum sem fram fóru í kjölfar umdeildra forsetakosninga í Íran á síðasta ári.
Mohammad Reza Ali-Zamani og Arash Rahmanipour voru hegndir fimmtudaginn 28. janúar 2010 eftir að dómur var kveðin upp yfir þeim í réttarhöldum sem uppfylltu ekki lágmarkskröfur um réttláta málsmeðferð.
Þeir voru dæmdir fyrir að vera andstæðingar guðs og aðild að Anjoman-e Padeshahi-e Iran (API), bönnuðum samtökum sem berjast fyrir endurreisn íranska konungdæmisins.
Aftökurnar eru þær fyrstu svo vitað sé, sem tengjast mótmælunum um allt landið í kjölfar kosninganna. Þessar hryllilegu aftökur eru enn ein sönnun þess að írönsk yfirvöld svífast einskis til að bæla niður friðsöm mótmæli.
Mennirnir tveir voru fyrst dæmdir í óréttlátum réttarhöldum og hafa nú verið drepnir af ríkinu. Hvort þeir höfðu raunveruleg tengsl við Anjoman-e Padeshahi-e Iran samtökin er ósannað, þar sem játningar þeirra voru þvingaðar fram.
Amnesty International óttast að fleiri mótmælendur verðir teknir af lífi. Að minnsta kosti níu aðrir eru á dauðadeild í Íran eftir álíka sýndarréttarhöld.
Byltingadómstóll í Teheran dæmdi Mohammad Reza Ali-Zamani og Arash Rahmanipour í október 2009 fyrir að „forsmá guð”, „áróður gegn kerfinu”, „móðgun við helgar skyldur” og að „koma saman með það að markmiði að skaða þjóðaröryggi”.
Mohammad Reza Ali-Zamani var sakaður um að hafa ólöglega heimsótt Írak og átt þar meinta fundi með yfirmönnum í bandaríska hernum.
Lögfræðingur Arash Rahmanipour segir að hann hafi ekki átt neina hlutdeild í mótmælunum og að hann hafi verið þvingaður til játninga í sýndarréttarhöldum eftir að fjölskyldu hans var ógnað.
Lögfræðingar mannanna tveggja voru ekki upplýstir um aftökur skjólstæðinganna, sem þó er kveðið á um að skuli gera samkvæmt írönskum lögum.
Þessar aftökur varpa ljósi á hvernig yfirvöld beita réttarkerfinu í Íran sem kúgunartæki.
Samkvæmt írönskum embættismönnum hafa meira en 40 manns látið lífið í mótmælum frá kosningunum, mótmælum sem öryggissveitir hafa barið niður. Meira en 5.000 manns hafa verið handtekin og margir sætt pyndingum og öðrum misþyrmingum.
Fjölmargir hafa fengið fangelsisdóma og aðrir verið dæmdir til hýðinga, í kjölfar óréttlátra réttarhalda og að minnsta kosti 11 hafa fengið dauðadóma.
