Amnesty International í gleðigöngu

Verndarvættirnar, hópur á vegum Amnesty International og Samtakanna 78, sem vinnur að mannréttindum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender-fólks (STT), skipulagði viðburð í gleðigöngunni 2007.

Verndarvættirnar, hópur á vegum Amnesty International og Samtakanna 78, sem vinnur að mannréttindum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender-fólks (STT), skipulagði viðburð í gleðigöngunni 2007.

Viðburðurinn tókst ákaflega vel, og keyrði pallbíll á vegum hópsins niður Laugaveginn undir dynjandi trommuslætti, en fyrir aftan gekk hópur fólks á vegum Verndarvættana með spjöld, blöðrur, borða og dreifibæklinga, þar sem vakin var athygli á mannréttindabrotum gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transgender-fólki víða um heim.

Safnað var undirskriftum þar sem utanríkisráðherra Íslands er hvattur til að beita sér á virkan hátt í þágu mannréttinda STT-fólks um heim allan. Safnað var um 600 undirskriftum. Einnig var um 1.800 bæklingum dreift til áhorfenda með upplýsingum um mannréttindabrot gegn STT-fólki víða um heim, ásamt fyrirframskrifuðu bréfi til forseta Póllands, þar sem hann er hvattur til að beita sér fyrir réttindum STT-fólks í Póllandi.