Andófsmaður leystur úr haldi eftir 100 daga!

Þann 11. október var Diomi Ndongala Eugene, andófsmaður frá Austur-Kongó, leystur úr varðhaldi í höfuðborginni Kinshasa.

 

 

Þann 11. október 2012 var Diomi Ndongala Eugene, andófsmaður frá Austur-Kongó, leystur úr varðhaldi í höfuðborginni Kinshasa.

Diomi Hdongala Eugene, þingmaður og formaður stjórnmálaflokksins Démocratie Chrétienne (DC), hvarf 27. júní síðastliðinn á leið sinni til Cathedrale Notre Dame du Congo í Kinshasa til að staðfesta samruna við aðra stjórmálaflokka. Diomi Ndogala Eugene náði ekki á áfangastað og ekkert heyrðist frá honum eftir það.

Nokkrum vikum seinna staðfestu nokkrir heimildarmenn leyniþjónusta landsins héldi honum í einangrun í Kinshasa. Hann var við slæma heilsu þar sem hann fékk ekki nægan mat og var neitað um læknisaðstoð vegna heilsufarsvandamála.

Um klukkan 1 eftir miðnætti þann 11. október var Diomi Ndongala Eugene skilinn eftir á Matadi-götu af þeim sem höfðu handtekið hann. Vegfarendur aðstoðuðu hann og höfðu samband við fjölskyldu hans. Hann er eins og er við slæma heilsu og fær læknismeðferð heima hjá sér.

Fjölskylda Diomi Ndongala Eugene þakkaði Amnesty International fyrir að hjálpa til við að hann yrði leystur úr haldi. Hún lýsti einnig yfir þakklæti vegna þrýstings okkar og stuðnings í erfiðleikum þeirra.