Baráttukonan Vanessa Mendoza Cortés gæti bráðlega þurft að koma fyrir rétt þar sem hún talaði fyrir réttindum kvenna í Andorra, þar á meðal réttindum til þungunarrofs, á vettvangi Sameinuðu þjóðanna árið 2019. Hún á yfir höfði sér háa sekt og að vera sett á sakaskrá verði hún fundin sek.
Vanessa Mendoza Cortés er sálfræðingur og forseti kvenréttindasamtakanna, Stöðvum ofbeldi, sem berjast fyrir réttindum kvenna, þar á meðal kyn- og frjósemisréttindinum, ásamt því að berjast fyrir aðgangi að öruggu og löglegu þungunarrofi í Andorra.
Í október 2019 talaði Vanessa fyrir réttindum kvenna þegar Andorra fór fyrir nefnd Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (e. UN CEDAW). Þar talaði hún um skaðleg áhrif þess að blátt bann við þungarrofi ríkir í Andorra. Andorra og Malta eru einu Evrópuríkin sem banna alfarið þungunarrof með grimmilegum lögum.
SMS-félagar krefjast þess að ákæran á hendur Vanessu, fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið og berjast fyrir réttindum kvenna, sé felld niður. Einnig krefjumst við þess að aðgangur að öruggu og löglegu þungunarrofi sé tryggður í Andorra.

