Það er mögulegt að stöðva
pyndingar. Í þeim löndum sem komið hafa upp vörnum gegn pyndingum hefur fjöldi
kvartana og ákæra vegna pyndinga og annarar illrar meðferðar fækkað töluvert.
Það er mögulegt að stöðva pyndingar. Í þeim löndum sem komið hafa upp vörnum gegn pyndingum hefur fjöldi kvartana og ákæra vegna pyndinga og annarar illrar meðferðar fækkað töluvert. Frá því að herferðinni, Stöðvum pyndingar var ýtt úr vör hefur margvíslegur árangur náðst í baráttunni gegn pyndingum:
21. maí 2014 – Stjórnvöld í Marokkó opna að nýju rannsókn sína á pyndingum sem Ali Aarrass sætti og fyrirskipa aðra læknisskoðun á honum og bregðast þannig við kröfum Amnesty International og nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum. Læknisskoðunin fór fram í nóvember 2014 og tók nokkra daga. Ali Aarrass og lögfræðingur hans bíða enn eftir niðurstöðu læknisskoðunarinnar.
15. október 2014 – Yfirvöld í Mexíkó sleppa hondúríska samviskufanganum Ángel Amilcar Colón, úr fangelsi en hann hafði þá setið á bak við lás og slá í fimm ár og sætt pyndingum og annarri illri meðferð meðan á fangavistun stóð. 20.000 einstaklingar skrifuðu undir ákall Amnesty International þar sem lausnar hans var krafist.
10. desember 2014 – Lögreglan í Nígeríu gaf út mannréttindahandbók sem inniheldur staðla fyrir lögreglu í starfi sínu. Amnesty International hefur barist fyrir því frá árinu 2008 að lögreglan gefi út nákvæmar leiðbeiningar um hvernig lögreglu ber að virða mannréttindi í starfi sínu.
29. maí 2014 – Dómsmálaráðuneyti Marokkó fyrirskipar dómurum og saksóknurum að kalla eftir læknisskoðun þegar grunur leikur á pyndingum og annarri illri meðferð.
3. júní 2015 – Þjóðþing Nígeríu samþykkti nýtt frumvarp sem gerir pyndingar refsiverðar. Það býður nú undirskriftar nýkjörins forseta Buhari.
3. júní 2015 – Yfirvöld í Nígeríu ákveða að náða Moses Akatugba en hann sætti pyndingum og annarri illri meðferð aðeins 16 ára gamall eftir ásakanir um farsímastuld. Hann var dæmdur til dauða með hengingu eftir átta ár í fangelsi. Rúmlega 800.000 Amnesty-félagar sendu bréf á fylkisstjórann á óseyrum Nígerfljóts, Emmanuel Uduaghan, þar sem skorað var á hann að náða Moses. Fylkisstjórinn náðaði Moses þann 28. maí 2015 og lét það verða eitt af síðustu verkum sínum áður en hann hætti störfum.
