Árásin í Orlando sýnir mannslífinu algjöra fyrirlitningu

Skotárásin í
Orlando sýnir algera fyrirlitningu gagnvart mannslífinu og hugur okkar er hjá
fórnarlömbum árásarinnar og aðstandendum þeirra. En hugsunum verður að fylgja
eftir með aðgerðum til þess að vernda fólk gegn slíku ofbeldi.

Skotárásin í
Orlando sýnir algera fyrirlitningu gagnvart mannslífinu og hugur okkar er hjá
fórnarlömbum árásarinnar og aðstandendum þeirra. En hugsunum verður að fylgja
eftir með aðgerðum til þess að vernda fólk gegn slíku ofbeldi.Bandarískum stjórnvöldum ber skylda
til, sem aðili að alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og að
alþjóðasamningi um afnám alls kynþáttamisréttis, að vernda borgara sína gegn
byssuofbeldi.Á meðan margt er enn óvitað um þennan hræðilega glæp
verður að framkvæma nákvæma rannsókn byggða á staðreyndum, frekar en einhvers
konar getgátum og þröngsýni. Bandarísk yfirvöld verða  að standa við skuldbindingar sínar undir
alþjóðalögum og takast á við byssuofbeldi sem þá mannréttindaógn sem það er.
Það er mikilvægt að gera endurbætur á núverandi samsafni alríkis-, fylkis- og
svæðisbundinna laga til þess að tryggja öryggi og velferð allra. Engum ætti að
stafa ógn af því að ganga um göturnar, fara í skóla eða dansa á næturklúbbi.