Ársskýrsla Amnesty International 2005

Í dag, 25. maí, er ársskýrsla Amnesty International birt. Í skýrslunni er að finna ítarlegt yfirlit um ástand mannréttinda í heiminum og úttekt á störfum samtakanna í þágu mannréttinda og fórnarlamba mannréttindabrota. Skýrslan skýrir frá ástandi mannréttinda í 149 löndum,greinir þróun mannréttinda í heiminum á síðasta ári og veitir upplýsingar um rannsóknir og aðgerðir Amnesty International í þágu mannréttinda.

Í dag, 25. maí, er ársskýrsla Amnesty International birt. Í skýrslunni er að finna ítarlegt yfirlit um ástand mannréttinda í heiminum og úttekt á störfum samtakanna í þágu mannréttinda og fórnarlamba mannréttindabrota. Skýrslan skýrir frá ástandi mannréttinda í 149 löndum,greinir þróun mannréttinda í heiminum á síðasta ári og veitir upplýsingar um rannsóknir og aðgerðir Amnesty International í þágu mannréttinda.

 

Svikin loforð

Ríkisstjórnir hafa ekki staðið við loforð sín um að virða mannréttindi og hættuleg stefnubreyting hefur orðið í þróun mannréttinda. Ný stefna er í mótun þar sem hugtök eins og frelsi og réttlæti eru notuð til að fylgja eftir stjórnarstefnum sem ala á ótta og óöryggi. Þar á meðal eru kaldranalegar tilraunir til að skilgreina upp á nýtt hvað telst vera pyndingar og veikja þannig hið algjöra bann við pyndingum sem verið hefur við lýði.

 

Áhrifa þessarar nýju stefnu og afskiptaleysis og framkvæmdaþurrðar alþjóðasamfélagsins, gætir í lífi þúsunda karla, kvenna og barna sem lifa við neyð og ótta vegna átaka og hættuástands, sem alþjóðasamfélagið og fjölmiðlar veita litla eða enga athygli.

 

Íbúar Darfur-héraðsins í Súdan hafa t.a.m. mátt þola hroðaleg mannréttindabrot sem alþjóðasamfélagið brást bæði illa og of seint við með þeim afleiðingum að íbúar þar hafa ekki notið þeirrar verndar sem þeim ber samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum reglum.

 

Á Haiti hafa einstaklingar, sem bera ábyrgð á alvarlegum mannréttindabrotum, verið skipaðir í valdastöður. Í austurhluta Lýðveldisins Kongó hefur ekki verið gripið til ráðstafana til að stöðva skipulegar nauðganir á þúsundum kvenna, barna og jafnvel smábarna.  Þrátt fyrir að kosningar hafi farið fram í Afganistan, hefur vanvirðing fyrir lögum og óstöðugleiki aukist í landinu. Í Írak hefur ofbeldi  verið landlægt.

 

Þegar yfirvöld virða ekki mannréttindi eru það almennir borgarar sem líða mest.  Rússneskir hermenn hafa pyndað, nauðgað og misþyrmt téténeskum  konum án þess að þurfa að svara til saka. Yfirvöld í Zimbabwe notuðu matvælaskort í landinu í pólitískum tilgangi.

 

Vopnaðir hópar og hryðjuverkamenn stóðu að skelfilegum árásum og grimmdar-verkum á árinu.  Sjónvarpsstöðvar sýndu aftökur á  gíslum í Írak,

þúsundir einstaklinga hafa verið teknir sem gíslar þar á meðal skólabörn í Beslan.

Morðin á óbreyttum borgurum í sprengjuárásinni í Madrid skelfdu fólk um allan heim.

Yfirvöld í voldugustu ríkjum heims hafa ekki horfst í augu við þá staðreynd að þær leiðir sem farnar hafa verið til að koma í veg fyrir hryðjuverk hafa ekki borið árangur.  Fjórum árum eftir árásirnar á tvíburaturnana í New York hafa fyrirheit um öruggari heim snúist upp í andhverfu sína.

 

Amnesty International og hin alþjóðlega mannréttindahreyfing stendur frammi fyrir miklum áskorunum og mun áfram virkja og hvetja almenning til að þrýsta á ríkisstjórnir hvarvetna í heiminum um að framfylgja mannréttindum.

 

Hægt er að nálgast íslenskan útdrátt skýrslunnar í heild hér.

 

Hægt er að nálgast skýrsluna í heild hér.