GREIN 1 Í MANNRÉTTINDAYFIRLÝSINGU SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA
Loforð 1948
Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum.
Raunveruleiki 2008
Á fyrstu sex mánuðum síðasta árs voru um 250 konur myrtar af ofbeldisfullum eiginmönnum eða öðrum fjölskyldumeðlimum í Egyptalandi og á hverri klukkustund var tveimur konum í því landi nauðgað.
GREIN 1 Í MANNRÉTTINDAYFIRLÝSINGU SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA
Loforð 1948
Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum.
Raunveruleiki 2008
Á fyrstu sex mánuðum síðasta árs voru um 250 konur myrtar af ofbeldisfullum eiginmönnum eða öðrum fjölskyldumeðlimum í Egyptalandi og á hverri klukkustund var tveimur konum í því landi nauðgað.
GREIN 3
Loforð 1948
Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi.
Raunveruleiki 2008
Vitað er að ríki tóku 1.252 einstaklinga af lífi árið 2007 í 24 löndum.
104 lönd studdu alþjóðlegt aftökustopp á allsherjarþingi SÞ.
GREIN 5
Loforð 1948
Enginn maður skal sæta pyndingum, grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.
Raunveruleiki 2008
Amnesty International hefur heimildir um pyndingar, ómannlega eða vanvirðandi meðferð í meira en 81 landi árið 2007.
GREIN 7
Loforð 1948
Allir menn skulu jafnir fyrir lögum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, án manngreinarálits.
Raunveruleiki 2008
Ársskýrsla Amnesty International vekur athygli á að í a.m.k. 23 löndum er að finna lög sem mismuna konum, í a.m.k. 15 löndum eru lög sem mismuna farandfólki og í a.m.k. 14 löndum eru lög sem mismuna minnihlutahópum.
GREIN 9
Loforð 1948
Ekki má eftir geðþótta taka menn fasta, hneppa þá í fangelsi eða varðhald né gera þá útlæga.
Raunveruleiki 2008
Við árslok 2007 voru meira en 600 einstaklingar í haldi án ákæru og dóms á bandaríska herflugvellinum í Bagram (Afganistan) og 25.000 einstaklingum er haldið af fjölþjóðaliðinu í Írak án dóms og laga.
GREIN 10
Loforð 1948
Allir sem bornir eru sökum um glæpsamlegt athæfi skulu njóta fulls jafnréttis við aðra menn um réttláta opinbera rannsókn fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.
Raunveruleiki 2008
Í ársskýrslu Amnesty International eru talin upp 54 lönd þar sem óréttlát réttarhöld fóru fram.
GREIN 11
Loforð 1948
Hvern þann mann, sem borinn er sökum fyrir refsivert athæfi skal telja saklausan, uns sök hans er sönnuð lögfullri sönnun fyrir opinberum dómstóli.
Raunveruleiki 2008
Tölur Amnesty International sýna að um 800 einstaklingum hefur verið haldið í Gvantanamó frá því að fyrstu fangarnir voru færðir þangað í janúar árið 2002; um 270 einstaklingar eru þar enn í haldi án ákæru og dóms
GREIN 13
Loforð 1948
Frjálsir skulu menn vera ferða sinna og dvalar innan landamæra hvers ríkis.
Raunveruleiki 2008
Meira en 550 vegatálmar og eftirlitsstöðvar ísraelska hersins hefta og koma í veg fyrir frjálsa för Palestínumanna milli borga og bæja á Vesturbakkanum.
GREIN 18
Loforð 1948
Allir menn skulu frjálsir hugsana sinna, sannfæringar og trúar.
Raunveruleiki 2008
Amnesty International hefur heimildir fyrir því að í 45 löndum sé að finna samviskufanga.
GREIN 19
Loforð 1948
Hver maður skal vera frjáls skoðana sinna og að því að láta þær í ljós. Felur slíkt frjálsræði í sér réttindi til þess að leita, taka við og dreifa vitneskju og hugmyndum með hverjum hætti sem vera skal og án tillits til landamæra.
Raunveruleiki 2008
Samkvæmt ársskýrslu Amnesty International eru 77 lönd sem hefta tjáningar-og fjölmiðlafrelsi.
GREIN 20
Loforð 1948
Hverjum manni skal frjálst að eiga þátt í friðsamlegum fundahöldum og félagsskap
Raunveruleiki 2008
Þúsundir voru handteknar þegar mótmæli voru barin á bak aftur í Mjanmar í lok ársins 2007, Amnesty International telur að um 700 einstaklingar séu enn í haldi í landinu.
GREIN 23
Loforð 1948
Hver maður á rétt á atvinnu að frjálsu vali, hverjum manni ber sama greiðsla fyrir sama verk og hver maður má stofna til stéttarsamtaka og ganga í þau.
Raunveruleiki 2008
Að minnsta kosti 39 verkalýðsfrömuðir voru myrtir í Kólumbíu árið 2007, á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hafa 22 verið myrtir.
GREIN 25
Loforð 1948
Hver maður á kröfu til lífskjara, sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan hans sjálfs og fjölskyldu hans. Mæðrum og börnum ber sérstök vernd og aðstoð
Raunveruleiki 2008
14% íbúa Malaví eru smitaðir af HIV-veirunni; einungis 3% þeirra hafa aðgang að nauðsynlegum lyfjum; 1 milljón barna er munaðarlaus eftir að foreldar þeirra létust vegna alnæmis.
(Allar tölur koma úr ársskýrslu Amnesty International 2008)
