Aserbaísjan: Leysið fjölmiðlafólk úr haldi

Í kjölfar COP-ráðstefnunnar þann 6. desember síðastliðinn í Bakú, Aserbaísjan, handtóku yfirvöld sjö fjölmiðlamenn.

Fjölmiðlafólkið er sakað um að smygla erlendri mynt til landsins og eiga þau yfir höfði sér allt að 5-8 ára fangelsi. Þessar ásakanir eru svipaðar þeim sem notaðar hafa verið gegn öðrum gagnrýnisröddum í Aserbaísjan, uppspunnar og af pólitískum rótum runnar. Ákærur stjórnvalda gegn gagnrýnisröddum hafa aukist síðastliðið ár.

SMS-félagar krefjast þess að allt fjölmiðlafólk sem hefur verið handtekið í hefndarskyni fyrir gagnrýninn fréttaflutning verði umsvifalaust leyst úr haldi og að stjórnvöld hætti aðför sinni að fjölmiðlafólki.

Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.