Anar Mammadli, mannréttindafrömuður og loftslagsaðgerðasinni, var handtekinn þann 29. apríl síðastliðinn af yfirvöldum í Aserbaísjan. Ákærur á hendur honum eru uppspunnar sem hluti af herferð stjórnvalda gegn aðgerðasinnum.
Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 30. apríl og er ákærður fyrir samsæri um að koma fé með ólögmætum hætti inn í landið. Verði hann sakfelldur gæti hann fengið á sig 8 ára fangelsisdóm. Ákærurnar á hendur honum eru augljósalega refsing fyrir gagnrýni hans á stjórnvöld.
SMS-félagar krefjast þess að Anar Mammadli verði umsvifalaust leystur úr haldi án skilyrða.

