Íslandsdeild Amnesty International efnir til kynningarfundar laugardaginn 12. september kl. 14.00 í húsnæði deildarinnar að Þingholtsstræti 27, 3.hæð.
Íslandsdeild Amnesty International efnir til kynningarfundar laugardaginn 12. september kl. 14.00 í húsnæði deildarinnar að Þingholtsstræti 27, 3.hæð. Á fundinum verða markmið og áherslur Amnesty International í mannréttindabaráttu kynntar eins og þær endurspeglast í ákvörðunum heimsþings samtakanna sem fram fór í ágúst í Antalya í Tyrklandi. Fjallað verður um þær áskoranir sem mannréttindasamtökin Amnesty International standa frammi fyrir og ný aðgerðaáætlun samtakanna verður kynnt.
Félagar í Íslandsdeild Amnesty International eru hvattir til að mæta.
