Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna, hinn áttunda mars síðastliðin, hefur Íslandsdeild Amnesty International sent samhljóða bréf til Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðaherra, Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, félags-og tryggingarmálaráðherra og Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, þar sem farið er fram á að Ísland fullgildi samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali (Council of Europe on Action against Trafficking in Human Beings).
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna, hinn áttunda mars síðastliðinn, hefur Íslandsdeild Amnesty International sent samhljóða bréf til Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, félags- og tryggingamálaráðherra og Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, þar sem farið er fram á að Ísland fullgildi samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali (Council of Europe Convention on Action against Trafficking in Human Beings).
Ísland hefur nú þegar undirritað samninginn en ekki fullgilt hann. Samningurinn var undirritaður af hálfu Íslands hinn 16. maí 2005.
Amnesty International telur að samningurinn muni auka vernd og réttindi þolenda mansals og leggja samtökin því ríka áherslu á að aðildarríki Evrópuráðsins undirriti og fullgildi samninginn sem allra fyrst og hefur Íslandsdeild samtakanna áður hvatt íslensk stjórnvöld til þess. Deildin hvetur íslensk stjórnvöld til að gera svo skjótt sem verða má nauðsynlegar lagabreytingar til að uppfylla kröfur samningsins, en þær lúta einkum að beinni aðstoð, vernd og stuðningi við þolendur mansals. Í því sambandi er brýnt að fest verði í lög ákvæði um vernd fórnarlamba, vitnavernd, fyrirbyggjandi aðgerðir og skaðabætur. Amnesty International leggur ríka áherslu á að lagaumhverfið og framkvæmd þess verði þannig að þolendur mansals geti óttalaust leitað stuðnings yfirvalda.
Bréfið sem sent var til dómsmálaráðherra
