Átök í Pakistan: 65.000 manns á flótta

Að minnsta kosti 65.000 manns hafa neyðst til að flýja átökin milli pakistanskra Talibana og stjórnarhersins í Neðri-Dir í norðvestanverðu Pakistan. Þetta fólk þarfnast aðstoðar.

Að minnsta kosti 65.000 manns hafa neyðst til að flýja átökin milli pakistanskra Talibana og stjórnarhersins í Neðri-Dir í norðvestanverðu Pakistan. Þetta fólk þarfnast aðstoðar.

Fulltrúar pakistönsku samtakanna Al Khidmat tjáðu Amnesty International í Timergara, stærsta bæ Neðri-Dir, að þeir vissu um 65.000 flóttamenn hið minnsta. Þeir sögðu jafnframt að þeir væru þeir einu sem væru að hjálpa flóttafólkinu. Engin aðstoð bærist frá stjórnvöldum.

Um hálf milljón manns höfðu áður lagt á flótta vegna átakanna samkvæmt nýjum tölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.

 

Gömul kona með barnabarn sitt flýr átökin í Pakistan

 

Ekkert bendir til þess að ríkisstjórn Pakistan hafi gert nokkrar ráðstafanir til að taka á flóttamannastraumnum. Líklegt er að hernaðaraðgerðir haldi áfram og verði víðtækari. Brýnt er að stjórnvöld tryggi flóttafólki nægilegan mat, húsaskjól og læknisaðstoð.

 

Pakistanskir Talibanar gáfu út skriflega viðvörun til fjölmiðlafólks á svæðinu og hótuðu því ef það héldi áfram að fjalla gagnrýnið um Talibana og Nizam-e Adl reglugerðina sem gaf Talibönum stjórnvald yfir stórum hluta Norðvestur-Pakistan. Pakistanskir Talibanar vöruðu fjölmiðlafólk við því að réttað yrði yfir því í sjaría-dómstólum og hótuðu að senda bíl hlaðinn sprengiefni á fjölmiðlamiðstöðina í Timergara. Hótanirnar bera vott um algert virðingarleysi við mannréttindi.

 

Miklu skiptir að meiri aðstoð berist flóttafólkinu í Pakistan. Fólk er byrjað að flýja önnur svæði í Pakistan sem stjórnarherinn hefur nú ráðist gegn með stórskotaliði og loftárásum.

 

Lestu meira

Pakistan faces displacement crisis as thousands more flee fighting (News, 28 April 2009)

OCHA Map of camps for Internally Displaced People in Pakistan, NWFP as of 27 April 2009
Pakistanis abused by Taleban speak out (News, 23 April 2009)
Thousands flee fighting and hunger in Afghanistan (News, 18 February 2009)
Pakistani government must protect Swat valley civilians (News, 12 February 2009)