Íslandsdeild Amnesty International vill vekja athygli á mikilli aukningu í vopnasölu til Afganistan á undanförnum árum. Sérstaklega hefur verið aukning í sölu smávopna til landsins á síðust árum.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra
Utanríkisráðuneytið
Rauðarárstíg 25
150 Reykjavík
Reykjavík 02.04.2008
Háttvirti ráðherra
Íslandsdeild Amnesty International vill vekja athygli á mikilli aukningu í vopnasölu til Afganistan á undanförnum árum. Sérstaklega hefur verið aukning í sölu smávopna til landsins á síðust árum.
Á yfirstandandi fundi NATO ríkja verða málefni Afganistan til umræðu og vill Íslandsdeild Amnesty International vekja athygli yðar á meðfylgjandi skýrslu samtakanna þar sem áhyggjur þeirra af aukinni vopnasölu til Afganistan koma fram. Einnig hvetur Íslandsdeild Amnesty International fulltrúa Íslands á fundinum til að leggja áherslu á að ríkara eftirlit verði með vopnasölu til landsins.
Virðingarfyllst
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir
Framkvæmdastjóri
Íslandsdeildar Amnesty International
Meðfylgjandi:
Afganistan: Arms proliferation fuels further abuse ASA 11/004/2008
