Frá því að Mahmoud Khalil var handtekinn að geðþótta þann 8. mars 2025 fyrir þátttöku í mótmælunum við Columbia-háskólann hafa yfirvöld herjað á a.m.k. níu aðra nemendur fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið og fundafrelsi friðsamlega.
Þúsundir vegabréfsáritana hafa verið afturkallaðar án réttlætingar.
Bandarísk yfirvöld misnota innflytjendalöggjöf með því að afturkalla vegabréfsáritanir eða dvalarleyfi og vísa úr landi fólki fyrir að mótmæla áframhaldandi hópmorði á Gaza.
SMS-félagar krefjast þess að bandarísk yfirvöld hætti hefndaraðgerðum eða óréttmætri afturköllun vegabréfsáritana og dvalarleyfa nemenda og virði rétt þeirra til tjáningarfrelsis, fundafrelsis, réttlátrar málsmeðferðar og frelsis frá mismunun.

