Bandaríkin: Leysa þarf fjölmiðlamann úr varðhaldstöð fyrir innflytjendur

Mario Guevara, fjölmiðlamaður frá El Salvador sem býr í Bandaríkjunum, var handtekinn og ákærður fyrir minniháttar brot á mótmælum gegn valdboðsstefnu ríkisstjórnar Trumps „No Kings“ þann 14. júní 2025.

Hann klæddist merktu vesti líkt og annað fjölmiðlafólk þar sem stóð „PRESS“. Hann streymdi mótmælunum í beinni útsendingu en streymið var hluti af umfjöllun hans um innflytjendaeftirlit og húsleitir. Í kjölfar handtöku afhenti lögreglan hann innflytjendayfirvöldum (e. ICE) til brottvísunar, þrátt fyrir að Mario Guevara  sé með gilt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Þetta er fyrsta málið sem vitað er af þar sem fjölmiðlafólk sætir geðþóttavarðhaldi á vegum innflytjendayfirvalda 

Mario sætti einangrun í 69 daga. 

SMS-félagar krefjast þess að yfirvöld leysi Mario úr tafarlaust úr haldi.