Þann 15. ágúst 2021 skrifuðu Amnesty International og mannréttindasamtökin Freedom House bréf til Joe Biden, Bandaríkjaforseta, þar sem farið var fram á að Hvíta húsið verndi mannréttindi í Afganistan í kjölfar yfirtöku Talíbana í Kabúl.
„Við erum óttaslegin að sjá varnarlausa Afgana, þar á meðal baráttufólk fyrir mannréttindum, aðgerðasinna sem berjast fyrir kvenréttindum, fjölmiðlafólk og einstaklinga sem hafa unnið með erlendum stjórnvöldum, fasta í landinu og eiga í hættu á árásum frá Talíbönum, með litla möguleika á að komast í burtu.“ Aðgerðir stjórnar Bidens til að tryggja flutning þessa fólks úr landi eru ófullnægjandi. Hvíta húsið verður að gera meira.
Við krefjumst þess að Bandaríkin:
- Tryggi hraðan brottflutning fólks sem á í hættu að verða fyrir árásum og fara fram á flutning til Bandaríkjanna eða annarra landa.
- Noti allar diplómatískar leiðir til að þrýsta á nágrannalönd Afganistan að opna landamæri sín og hleypa flóttafólki inn.
- Vinni með Sameinuðu þjóðunum til að byggja upp innviði fyrir mannúðaraðstoð.
- Þrýsti á að hlutlaus og óháð rannsókn á mannréttindabrotum í landinu verð gerð til að tryggja ábyrgðarskyldu.
Aðgerðaleysi kostar mannslíf!
Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!
