Bandaríkin: Yfirvofandi aftaka þrátt fyrir óáreiðanlegan vitnisburð

Samkvæmt áætlun á Brent Brewer að vera tekinn af lífi í Texas í Bandaríkjunum þann 9. nóvember 2023. Hann var dæmdur til dauða árið 1991. Dómnum var hnekkt árið 2007 en hann var dæmdur til dauða á ný árið 2009.

Í bæði skiptin reiddi ákæruvaldið sig á óvísindalegan og óáreiðanlegan vitnisburð geðlæknis sem fullyrti að Brent Brewer væri líklegur til að fremja ofbeldisverk á ný en það er forsenda dauðarefsingar í Texas.

Brent var 19 ára þegar glæpurinn var framinn. Hann er núna 53 ára fyrirmyndarfangi sem hefur aldrei sýnt ofbeldisfulla hegðun í þau 30 ár sem hann hefur setið á dauðadeild.

SMS-félagar krefjast þess að Abbott ríkisstjóri í Texas mildi dóm Brent Brewer.  

Aðgerðasinni Amnesty International á Ítalíu heldur á skilti gegn dauðarefsingunni. Mynd: Matteo Nardone/Pacific Press/LightRocket via Getty Images