Bangladess: Gefum Róhingjum rödd

Næstum ein milljón Róhingja býr í niðurníddum flóttamannabúðum í Cox Bazar í Bangladess eftir að hafa flúið heimili sín í Mjanmar vegna glæpa hersins gegn mannkyninu. Þessir glæpir eru nú til skoðunar hjá Alþjóðadómstólnum í Haag.  

Kórónuveirufaraldurinn hefur gert aðstæður Róhingja í flóttamannabúðum enn þungbærari. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er skert vegna tungumálaörðugleika, slæmrar meðferðar frá heilbrigðisstarfsfólki og vöntun á upplýsingum um heilbrigðisþjónustu sem þeim á að standa til boða. 

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Fleiri en 100 Róhingjar hafa verið teknir af lífi án dóms og laga frá árunum  2017 – 2020 samkvæmt mannréttindastamtökunum Odhikar í Bangladess.

Flóttafólk hefur greint frá því að gaddavírsgirðingar kringum búðirnar geri líf fólks erfiðara fyrir og er stórhættulegt í eldsvoðum. Þúsundir Róhingja hafa verið þvingaðir til Bhashan Char, afskekktrar sandeyju í Bengal-flóa en yfirvöld ætla að flytja um 100 þúsund einstaklinga á eyjuna.

Framtíð næstum hálfrar milljónar Róhingja barna er döpur en þau fá nánast enga menntun. Árlega leggur fjöldi Róhingja á sig hættulegar bátsferðir frá Bangladess til nærliggjandi landa í von um betra líf frá erfiðum aðstæðum.

Í áratugi hefur Róhingjum í Mjanmar verið neitað um ríkisborgararétt, ferðafrelsi og aðgengi að menntun, störfum og heilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld í Bangladess geta valdeflt þennan hóp með því að gefa þeim rödd og virða mannréttindi þeirra.   

SMS-félagar krefjast þess að stjórnvöld í Bangladess leyfi Róhingjum að taka þátt í ákvarðanatöku sem snýr að þeirra eigin lífi til að tryggt sé að mannréttindi þeirra séu vernduð. 

Lestu meira um Róhingja hér