Baráttufólk gegn þrælahaldi leyst úr haldi!

Sjö meðlimir IRA-Mauritanie, samtaka í Maritaníu sem berjast gegn þrælahaldi, hafa verið leystir úr haldi.

 

Fangelsi í Máritaníu

Sjö meðlimir IRA-Mauritanie, samtaka í Maritaníu sem berjast gegn þrælahaldi, hafa verið leystir úr haldi. Mál gegn þeim var dómtekið þann 27. júní 2012.Einstaklingunum sjö var haldið í fangelsi í Nouakchott eftir að þeir voru handteknir í apríllok 2012 fyrir mótmæli gegn skrifum íslamskra fræðimanna.

Þeir voru ákærðir fyrir „brot gegn þjóðaröryggi“, „vanvirðingu við góða siði“, „stjórn óleyfilegra samtaka“ og Biram Ould Dah Ould Abeid, forseti IRA-Mauritanie var einnig ákærður fyrir „frávillu“ (frá íslam).

Þeir létu mjög á sjá eftir 4 mánuði í varðhaldsvist, sérstaklega þeir Biram Ould Dah Ould Abeid og Boumediene Ould Bata. Þeir voru allir leystir úr haldi til bráðabirgða þann 3. september eftir beiðni lögfræðinga þeirra.

Aðgerðafélagar Amnesty International á Íslandi tóku upp mál sjömenningana og börðust fyrir lausn þeirra.

Bestu þakkir til allra sem taka þátt í aðgerðastarfi Amnesty International. Þrýstingur ykkar hefur áhrif!