Mutabar Tadzhibaeva, sem var dæmd í átta ára fangelsi árið 2006, var óvænt sleppt úr haldi mánudaginn 2. júní 2008.
Mutabar Tadzhibaeva
Mutabar Tadzhibaeva, sem var dæmd í átta ára fangelsi árið 2006, var óvænt sleppt úr haldi mánudaginn 2. júní 2008.
Marina Tadzhibaeva var samviskufangi og fékk Martin Ennals verðlaunin í maí 2008, en þau eru veitt til baráttufólks fyrir mannréttindum. Henni var ekið að heimili hennar í Margilan og sameinuð fjölskyldu sinni á nýjan leik. Tadzhibaeva þakkaði þeim samtökum, þar á meðal Amnesty International, sem barist höfðu fyrir lausn hennar.
„Ég var 900 daga á „pyndingaeyju“; af þeim var ég 700 daga í einangrunarvist“, sagði hún. „Ég þraukaði bara vegna stuðnings þess fólks sem lét sér annt um örlög mín. Þetta var það eina sem uppörvaði mig. Ég vil þakka því fyrir að gleyma ekki þeim sem standa mér næst – vitneskjan um það jók staðfestu mína.“
Mutabar Tadzhibaeva var handtekin þann 7. október 2005, skömmu áður en hún ætlaði að fara á alþjóðlega ráðstefnu baráttufólks fyrir mannréttindum í Dublin á Írlandi. Stjórnvöld höfðu áður þrengt að henni vegna mannréttindastarfs hennar, þar á meðal vegna yfirlýsinga hennar í kjölfar atlögu stjórnvalda að mannréttindastarfi í landinu eftir fjöldamorðin í Andísan í maí 2005.
Þann 6. mars 2007 var hún dæmd í átta ára fangelsi fyrir 13 meint afbrot, þar á meðal fyrir „aðild að ólöglegum samtökum“ og að „nota fjármagn frá vestrænum ríkisstjórnum til að útbúa eða dreifa efni sem fela í sér ógn við almannareglu og öryggi“.
Elsti bróðir Mutabar Tadzhibaeva segir að hún hafi ekki vitað að til stæði að sleppa henni úr fangelsi, en hélt að flytja ætti hana í læknisrannsókn á spítala í Taskent. Bróðir hennar tjáði hinni óháðu fréttasíðu uznews.net að systir hans væri föl og hefði lést, en væri andlega vel á sig komin.
Samstarfsfélagar Tadzhibaevu fögnuðu því að hún hefði verið leyst úr haldi og fullyrtu að ástæðan væri alþjóðlegur þrýstingur. Þeim sex árum sem eftir eru af fangelsisdómi hennar hefur verið breytt í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi.
