Belarús: Baráttukona fyrir mannréttindum í haldi að geðþótta

Nasta Loika, baráttukona fyrir mannréttindum frá Hvíta-Rússlandi, hefur verið í haldi að geðþótta frá 6. september 2022 fyrir uppspunnar ákærur um „minniháttar óspektir“. Henni er neitað um  nauðsynjavörur og læknisaðstoð sem hún þarfnast. Hún fær auk þess ekki aðgang að lögfræðingi sínum. Nasta Loika er skotmark stjórnvalda einungis vegna mannréttindabaráttu sinnar og skal tafarlaust vera leyst úr haldi.

Nasta Loika er þekkt fyrir vinnu sína í þágu mannréttinda og mannréttindafræðslu. Ofsóknir á hendur hennar er enn ein aðförin að tjáningarfrelsinu og mannréttindum í Hvíta-Rússlandi. Hún hefur engan glæp framið heldur aðeins sinnt sínum mannréttindastörfum. 

SMS-félagar krefjast þess að Nasta Loika verði umsvifalaust leyst úr haldi og allar ákærur á hendur henni verði felldar niður.