Blaðakona pynduð eftir umfjöllun um kórónuveirufaraldurinn

Blaðakonan Zhang Zhan frá Wuhan sem fjallaði um efni tengt kórónuveirufaraldrinum er í haldi og ákærð fyrir að „ýta undir erjur og vandræði”. Zhang Zhan hvarf í Wuhan þann 15. maí og síðar  kom í ljós að hún var í haldi lögreglunnar í Shanghai í meira en 640 km fjarlægð.

Zhang hefur verið þvinguð til að borða eftir að hún hóf hungurverkfall. Hún hefur verið hlekkjuð niður og hendur hennar bundnar allan sólarhringinn í meira en þrjá mánuði. Óttast er um heilsu hennar og að hún sæti frekari pyndingum. 

Sms-félagar krefjast þess að Zhang Zhan verði leyst tafarlaust úr haldi.