Brasilía: Verndum réttindi frumbyggja og Amazon-skóginn

Ríkisstjórn Bolsonaro forseta Brasilíu hefur heimilað ólöglegar innrásir á landsvæði frumbyggja í Amazon-skógi. Þetta hefur leitt til u.þ.b. 75.000 skógarelda á þessu ári og hótana ólöglegra aðila í garð  frumbyggja á svæðinu.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Í maí 2019 varaði Amnesty International við því að aðstæður frumbyggja og ástand Amazon-skóganna yrði óbærilegt á þurrkatímabilinu ef ríkisstjórnin myndi ekki grípa til aðgerða. Nú er þetta hins vegar orðinn hörmulegur veruleiki og eldar geisa víða í regnskóginum.

Þetta eru náttúruhamfarir og mannréttindakrísa. Við þurfum að bregðast við núna! Verndun mannréttinda frumbyggja er nauðsynleg fyrir verndun Amazon-skóganna!

Ríkisstjórn Bolsonaro forseta Brasilíu hefur af ásettu ráði grafið undan og skorið niður fjármagn til opinberra stofnana eins og Brazil’s National Indian Foundation (FUNAI), ríkisstofnun um málefni frumbyggja og Brazilian Institute of Environment and Renewable Natural Resources (IBAMA), stofnun sem hugar að umhverfi og endurnýjanlegum náttúruauðlindum Amazon-skógarins. Báðar stofnanir hafa það hlutverk að vernda og hafa eftirlit með Amazon-skóginum.

SMS-félagar krefjast þess að Bolsonaro forseti verndi frumbyggja- og umhverfisverndarsvæði með því að endurfjármagna FUNAI og IBAMA.

Við krefjumst einnig aukins eftirlits og gæslu til að stöðva innrásir á landsvæði.

Að auki þarf að draga til ábyrgðar þá sem standa að baki ólöglegum íkveikjum, skógareyðingu og ólöglegri landtöku.