Taktu þátt í alþjóðlegu bréfamaraþoni Amnesty International og skrifaðu undir kort í þágu þolenda mannréttindabrota á aðventunni. Tilbúin bréf til stjórnvalda á staðnum.
Orð hafa áhrif: hlustaðu á hvatningu Bu Dongwei til þín að taka þátt !
Taktu þátt í alþjóðlegu bréfamaraþoni Amnesty International og skrifaðu undir kort í þágu þolenda mannréttindabrota á aðventunni. Tilbúin bréf til stjórnvalda á staðnum.
Þetta er í sjöunda sinn sem bréfamaraþonið er haldið á Íslandi en í fyrra sendum við rúmlega 4000 bréf og kort til stuðnings fórnarlömbum mannréttindabrota um heim allan. Samtímis munu fara fram bréfamaraþon í Amnesty-deildum í yfir 60 löndum víða um heim.
Bréfamaraþonið fer fram um land allt í kringum 10. desember í tilefni af alþjóðlegum mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Í ár stendur til að hafa bréfamaraþon í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Grindavík, á Akranesi, Selfossi, Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, og í Höfn í Hornafirði.
NÁNAR
Við viljum biðja þig um að gefa eina til tvær klukkustundir af tíma þínum í þágu þolenda mannréttindabrota á þeim stað sem næstur þér er og auglýstir eru hér að neðan.
Undanfarin ár hefur myndast skemmtileg jólastemning en kaffi, kakó og piparkökur verða að sjálfsögðu á boðstólum.
Íslandsdeild Amnesty International býður öllum að mæta á skrifstofu deildarinnar, laugardaginn 11. desember frá 13 til 18 að Þingholtsstræti 27, þriðju hæð.
Samtökin hvetja alla til að mæta, leggja hönd á plóginn og njóta notalegrar jólastemningar á aðventunni.
Dagskrá bréfamaraþonsins fer fram á eftirfarandi stöðum:
Ísafjörður, í Edinborgarhúsinu 9. og 10. desember frá 14 til 17 báða dagana.
Höfn í Hornafirði, í Bókasafninu í Nýheimum 4. desember frá 10 til 14.
Egilsstaðir, í Egilsstaðakirkju 10. desember frá 17:30 til 20.
Akureyri, á Amtsbókabókasafninu 11. desember frá 13 til 17.
Akranes, á Bókasafni Akraness 10. desember frá 16 til 18.
Akranes, í verslunarmiðstöðinni við Þjóðbraut, laugardaginn 4. desember kl. 14-17.
Reykjanesbær, á bókasafninu í Reykjanesbæ 4. til 14. desember á opnunartíma safnsins.
Grindavík, á Bókasafninu í Grindavík 4. og 14. desember á opnunartíma safnsins.
Selfoss, á Bókasafninu á Selfossi 11. desember á opnunartíma safnsins.
Hafnarfjörður, á Bókasafninu í Hafnarfirði 4. til 14. desember á opnunartíma safnsins.
Reykjavík Miðbær, á skrifstofu Íslandsdeildar Amnesty International 11. desember kl. 13-18.
Reykjavík Miðbær, á Kaffi Rót, Hafnarstræti 17, 11. desember kl. 13-18.
Reykjavík Miðbær, á Borgarbókasafni Reykjavíkur 4. til 14. desember á opnunartíma safnsins.
Reykjavík Grafarvogur, á Foldasafni 4. til 14. desember á opnunartíma safnsins.
Reykjavík Gerðuberg, á Gerðubergssafni 4. til 14. desember á opnunartíma safnsins.
