Þann 29. september
síðastliðinn sendi Íslandsdeild Amnesty International ítrekun til íslenskra
stjórnvalda um að fullgilda valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna
gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða
refsingu.
Þann 29. september
síðastliðinn sendi Íslandsdeild Amnesty International ítrekun til íslenskra
stjórnvalda um að fullgilda valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna
gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða
refsingu.Samtökin hafa í
árafjöld skorað á íslensk stjórnvöld að fullgilda valfrjálsu bókunina við
umræddan samning og fagnaði því skrefi sem stigið var í þá átt undir lok
síðastliðins árs er þingsályktunartillaga um að fela ríkisstjórninni að
fullgilda bókunina fyrir Íslands hönd var samþykkt.Þrátt fyrir
framangreinda ályktun Alþingis, hafa íslensk stjórnvöld hins vegar enn ekki
fullgilt bókunina hér á landi og er það miður, enda brýnt að það verði gert.Eftir nýlegar
hræringar á Írlandi og í Belgíu stefnir nú í að Ísland kunni að verða eina
ríkið í Evrópu sem ekki fullgildir bókunina. Afar mikilvægt er að íslensk
stjórnvöld dragi ekki lengur en orðið er að sýna í verki stuðning sinn við þann
mikilvæga áfanga í baráttunni gegn pyndingum sem felst í bókuninni. Hvetur
deildin því til þess að hin valfrjálsa bókun verði nú þegar fullgilt af hálfu
Íslands.
