Bubbi Morthens og aðventustemning á bréfamaraþoni Íslandsdeildar Amnesty International

Bréfamaraþon Íslandsdeildar Amnesty International fer fram í húsakynnum deildarinnar, laugardaginn 12. desember frá kl.13 til 18.

 

Hið árlega Bréfamaraþon Íslandsdeildar Amnesty International fer fram á skrifstofu deildarinnar að Þingholtsstræti 27, laugardaginn 12. desember næstkomandi frá kl. 12 til 18.

Láttu gott af þér leiða með því mæta á Bréfamaraþon Íslandsdeildarinnar þar sem þú getur skrifað undir bréf til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi og sent stuðningskveðjur til þolenda brotanna. Stuðningskveðjurnar veita þolendum styrk og vissu um að alheimurinn hafi ekki gleymt þeim. Á hverju ári sjáum við hvernig skrif fólks eins og þín og stuðningskveðjur bjarga lífi. Samviskufangi er leystur úr haldi, þolandi pyndinga sér réttlætinu fullnægt eða ómannúðlegri löggjöf er breytt. Allt vegna aðgerða venjulegs fólks sem lætur sig mannréttindi annarra miklu varða.

Hinn þjóðþekkti tónlistarmaður Bubbi Morthens mætir í hús og gleður gesti með söng og undirspili.

Feðgarnir Magnús Pálsson og Páll Einarsson spila einnig fagra tóna og að sjálfsögðu verður heitt og könnunni og kruðerí í boði.

Ekki láta þennan einstaka mannréttindaviðburð framhjá þér fara sem hefur fest sig rækilega í sessi hjá félögum okkar og velunnendum.

Hökkum til að taka á móti þér,

Kær kveðja frá starfsfólki Íslandsdeildar Amnesty International