Dauðadómur á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum

Í aðdraganda heimsóknar Mahmoud Abbas til Íslands fór Íslandsdeild Amnesty International þess á leit við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra og Ólaf Ragnar Grímsson forseta að þau ræddu yfirvofandi aftöku hins 23 ára gamla Tha’er Mahmoud Husni Rmailat og færu fram á að Mahmoud Abbas skrifi ekki undir aftökuskipunina.

Í aðdraganda heimsóknar Mahmoud Abbas til Íslands fór Íslandsdeild Amnesty International þess á leit við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra og Ólaf Ragnar Grímsson forseta að þau ræddu yfirvofandi aftöku hins 23 ára gamla Tha’er Mahmoud Husni Rmailat og færu fram á að Mahmoud Abbas skrifi ekki undir aftökuskipunina.

Stuðningur utanríkisráðherra mikilvægur:

Íslandsdeild Amnesty International fagnar því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi rætt yfirvofandi aftöku í viðræðum sínum við Mahmoud Abbas og þannig lagt mikilvægt lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn dauðarefsingum á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum.

Í nóvember á síðasta ári samþykktu Sameinuðu þjóðirnar tillögu þar sem ríki heims eru hvött til að stöðva aftökur með það að markmiði að afnema dauðarefsingar. Íslandsdeild Amnesty International vonar að umrædd samþykkt Sameinuðu þjóðanna, þrýstingur almennings og íslenskra yfirvalda leiði til þess að lífi Tha’er Mahmoud Husni Rmailat verði þyrmt.

Almenningur hvattur til að fylgja áskoruninni eftir:

Hér að neðan er hægt að nálgast bréf sem fólk er hvatt til að senda Mahmoud Abbas. Í bréfinu er hann hvattur til að staðfesta ekki dauðadóminn, stöðva aftökur og afnema dauðarefsingar í landinu.

Hér er bréfið