Dauðadómur kínverskrar konu dreginn til baka

Hæstiréttur Kína kallaði nýverið eftir endurupptöku á máli Li Yan,43 ára konu, sem var dæmd til dauða fyrir morð á ofbeldisfullum eiginmanni sínum. Málið fékk gífurlega athygli innanlands sem utan þar sem þrýst var á yfirvöld að draga dauðadóm hennar til baka. Íslandsdeild Amnesty International tók upp mál hennar í janúar 2013 í netákalli.

Hæstiréttur Kína kallaði nýverið eftir endurupptöku á máli Li Yan,43 ára konu, sem var dæmd til dauða fyrir morð á ofbeldisfullum eiginmanni sínum. Málið fékk gífurlega athygli innanlands sem utan þar sem þrýst var á yfirvöld að draga dauðadóm hennar til baka. Íslandsdeild Amnesty International tók upp mál hennar í janúar 2013 í netákalli.

Síðla árs 2010, barði Li Yan eiginmann sinn, Tan Yong, til dauða með byssu eftir að hafa margsinnis leitað verndar hjá lögreglu og yfirvöldum. Hann hafði beitt hana andlegu og líkamlegu ofbeldi frá því að þau gengu í hjónaband snemma árs 2009. Hann barði hann ítrekað, drap í sígarettum á andliti hennar og læsti hana fáklædda úti á svölum tímunum saman í vetrarkulda. Eitt sinn skar hann af henni fingur.

Þrátt fyrir að hafa þurft eitt skiptið að leggjast inn á sjúkrahús vegna misþyrminga eiginmannsins og ítrekað óskað verndar þá var ekkert aðhafst annað en að lögregla tók eitt sinn myndir af áverkum hennar.

Li Yan var dæmd til dauða 24. ágúst 2011. Hún áfrýjaði dauðadómnum án árangurs þrátt fyrir að fram komu vitni og sönnunargögn um ofbeldið sem hún þurfti að þola af hálfu eiginmanns síns.

Mál Li Yan beinir kastljósi á nauðsyn þess að tekið sé betur á málum heimilisofbeldis af yfirvöldum í Kína. Þeim ber skylda til að rannsaka ásakanir um misþyrmingar og draga hina seku fyrir dóm. Hefðu yfirvöld verndað Li Yan, eins og þeim ber skylda til samkvæmt alþjóðalögum, þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir þennan harmleik.

Amnesty International kallar eftir því tekið verið tillit til þeirra misþyrminga sem hún þurfti að þola og að dómsstóllinn muni ekki beita dauðarefsingu í þessu máli.