Dreifum bóluefnum jafnt

Milljarðir íbúa fátækari ríkja fá ekki aðgang að covid-19 bóluefnum með lífshættulegum afleiðingum.

Aukinn jöfnuður í aðgengi að bóluefni gegn kórónuveirunni gæti bjargað lífum milljarða um allan heim en lyfjafyrirtækin Pfizer, Moderna og Johnson & Johnson hafa meðvitað komið í veg fyrir að aðrir lyfjaframleiðendur geti framleitt bóluefni. Fyrirtækin halda áfram að veita efnameiri ríkjum forgang.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO), Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO), Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa sett það markmið að 40% af fólki í lágtekjulöndum og lægri-meðaltekjulöndum verði bólusett fyrir lok þessa árs. Til þess að markmiðið náist þarf að úthluta tveimur milljörðum bóluefnaskammta til þessara landa.

Það er augljóst að lyfjafyrirtæki og ríki eru ekki að sinna skyldu sinni um að tryggja jafnan aðgang að bóluefni gegn kórónuveirunni.

Þann 22. september voru 100 dagar til lok ársins 2021.

SMS-félagar krefjast þess að lyfjafyrirtækin:

  • Tryggi að a.m.k. helmingur framleiddra skammta sé dreift til lág- og lægri-meðaltekjulanda.
  • Taki þátt í alþjóð­legu fram­taki við að deila hugverkum, þekkingu og tækni með öðrum lyfjaframleiðendum