Efnahagsvá er engin afsökun fyrir niðurskurð í félagsþjónustu og öryggisgæslu rétt fyrir Ólympíuleikana

Ný tilskipun frá fylkisstjóra Ríó de Janeiro sem veitir heimild til niðurskurðar á útgjöldum í aðdraganda Ólympíuleikanna 2016 má ekki verða notuð sem afsökun til að skera niður í grunnþjónustu og þjálfun öryggissveita sem sendar verða í fátækrahverfin, segir Amnesty International.

Ný tilskipun frá fylkisstjóra Ríó de Janeiro sem veitir heimild til niðurskurðar á útgjöldum í aðdraganda Ólympíuleikanna 2016 má ekki verða notuð sem afsökun til að skera niður í grunnþjónustu og þjálfun öryggissveita sem sendar verða í fátækrahverfin, segir Amnesty International.
„Ákvörðunin um niðurskurð í félagsþjónustu og öryggisgæslu í aðdraganda Ólympíuleikanna í Ríó er ekki aðeins sláandi heldur einnig mikið áhyggjuefni, sérstaklega í ljósi afar lakrar frammistöðu þegar kemur að manndrápum og morðum af hálfu lögreglu“, sagði Atila Roque, framkvæmdastjóri Amnesty International í Brasilíu.
„Það sem Ríó þarfnast er aukið fjármagn, en ekki minna, til að tryggja að öryggissveitir sem verða sendar um allt fylkið hljóti tilhlýðilega þjálfun til að koma í veg fyrir þau manréttindabrot sem við höfum verið að skrá um árabil.“
„Þetta er ekki tíminn til að fela sig á bak við tölur. Yfirvöldum í Ríó de Janeiro ber skylda til að tryggja öryggi fólks. Að bregðast því að taka þessa skyldu alvarlega mun á endanum aðeins valda meiri kvölum og þjáningum.“