Þann 22. september 2019 handtóku óeinkennisklæddir lögreglumenn mannréttindalögfræðinginn og aðgerðasinnann Mahienour el-Masry þegar hún var að ganga út úr byggingu saksóknara í borginni Alexandríu. Saksóknari yfirheyrði síðan Mahienour el-Masry út af ákærum á hendur henni sem enginn fótur er fyrir, þar á meðal fyrir „að aðstoða hryðjuverkahóp“, og „dreifingu á fölskum fréttum“ í máli sem tengist mótmælum gegn ríkisstjórn Egyptalands sem fram fóru í mars 2019. Saksóknarinn fyrirskipaði 15 daga varðhald yfir henni í Al Qanater kvennafangelsi á meðan að rannsókn stæði yfir.
Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.
Þegar Mahienour el Masry var handtekin hafði hún verið að spyrjast fyrir um rannsókn á þeim sem voru handteknir vegna mótmæla sem brutust út 20. Og 21. september þar sem krafist var afsagnar Adbel Fattah al-Sisi forseta landsins.
Handtaka Mahienour el-Masry átti sér stað í kjölfar stærstu mótmælagegn ríkisstjórn al-Sisi forseta en rúmlega 2.300 einstaklingar tóku þátt í mótmælunum í september.
Amnesty International telur að Mahienour el-Masry sé samviskufangi sem er í haldi eingöngu fyrir friðsamleg mannréttindastörf sín til að vernda þolendur mannréttindabrota.
Við krefjumst þess að Mahienour el-Masry verði umsvifalaust leyst úr haldi.
Við krefjumst þess enn fremur að hún hafi aðgang að lögfræðingi og fjölskylduheimsóknum ásamt því að hún sæti ekki pyndingum og annarri illri meðferð á meðan hún er í haldi.
Við krefjumst þess að lokum að egypsk yfirvöld leysi úr haldi alla þá sem sitja í fangelsi fyrir það eitt að nýta rétt sinn til tjáningarfrelsis og félagafrelsis.
