Egyptaland: Mannréttindalögfræðingur í haldi

Ibrahim Metwaly, mannréttindalögfræðingur og meðstofnandi samtaka fyrir fjölskyldur hinna horfnu í Egyptalandi (e. Families of the Disappeared in Egypt) hefur verið í haldi að geðþótta síðan hann var handtekinn þann 10. september 2017.

Hann var handsamaður á leiðinni til Genfar í Sviss þar sem hann hugðist halda erindi hjá Sameinuðu þjóðunum. Ibrahim er í haldi í Badr-fangelsinu við aðstæður sem brjóta í bága við bann gegn pyndingum og annarri illri meðferð. 

SMS -félagar krefjast þess að Ibrahim Metwaly verði umsvifalaust leystur úr haldi án skilyrða. Hann er í haldi fyrir það eitt að nýta mannréttindi sín á friðsamlegan hátt, þar á meðal til að krefjast réttlætis fyrir son sinn sem sætti þvinguðu mannshvarfi. 

Ibrahim Metwaly mannréttindalögfræðingur í Egyptalandi© Vinciane Jacquet