Egyptaland: Sonur stjórnarandstæðings hefur sætt pyndingum í haldi

Anas al-Beltagy, sem hefur verið í haldi að geðþótta í rúm 9 ár fyrir það eitt að vera sonur stjórnarandstæðings, er nú í haldi án samskipta við umheiminn í Badr-fangelsinu nærri Kaíró.

Honum hefur verið neitað um heimsóknir og samskipti við fjölskyldu sína í sex ár. Frá því að hann var handtekinn árið 2013 hefur hann sætt mannréttindabrotum, þar á meðal þvinguðu brotthvarfi og pyndingum. Hætta er á að hann sæti frekari pyndingum og illri meðferð.

Áhyggjur af líðan hans og líkamlegri og andlegri heilsu hafa aukist undanfarnar vikur eftir skelfilegar fregnir sem berast frá Badr-fangelsinu um sjálfsvíg fanga og hungurverkföll í mótmælaskyni við aðstæður í fangelsinu. 

SMS-félagar krefjast þess að Anas al-Beltagy verði leystur úr haldi umsvifalaust án skilyrða og að allar ákærur á hendur honum verði felldar niður þar sem hann er eingöngu ákærður á grundvelli fjölskyldutengsla.

Þar til að hann verður leystur úr haldi er auk þess krafist að aðstæður í fangelsinu verði uppfærðar til samræmis við alþjóðlegar reglur um meðferð fanga, að hann fái reglulegan aðgang að lögfræðingi og heilbrigðisþjónustu ásamt því að fái að vera í reglulegum samskiptum við fjölskyldu sína.