Leonela Moncayo er umhverfissinni frá Amazon-skóginum í Ekvador og ein af níu stúlkum sem fóru í mál við stjórnvöld þar í landi og kröfðust lögbanns á gasbruna í nágrenni við heimili þeirra á þeim grundvelli að brotið sé á mannréttindum þeirra. Héraðsdómstóll úrskurðaði stúlkunum í hag en þrátt fyrir það eru enn gasbrunar á svæðinu.
Nú er talið að öryggi stúlknanna og fjölskyldna þeirra sé í hættu en þann 26. febrúar varð sprenging fyrir utan heimili Leonela af völdum heimatilbúinnar sprengju. Þetta gerðist fimm dögum eftir að Leonela og hinar stúlkurnar voru fordæmdar af orkumálaráðherranum á þjóðþingi Ekvadors vegna aðgerða þeirra gegn gasbrunum.
Amnesty International hefur fengið þær upplýsingar að atvikið sé í rannsókn en nú tveimur mánuðum seinna hafa yfirvöld ekki enn rannsakað það sem gerðist með fullnægjandi hætti. Yfirvöld buðu stúlkunum og fjölskyldum þeirra vernd á meðan rannsókn stendur yfir en settu þau skilyrði að á meðan mættu stúlkurnar ekki sinna aðgerðastarfi sínu eða tjá sig um gasbrunana.
Þetta brýtur gegn alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum Ekvadors.
SMS félagar krefjast þess að stjórnvöld í Ekvador rannsaki það sem gerðist með fullnægjandi hætti og verndi Leonela, hinar stúlkurnar átta og fjölskyldur þeirra án skilyrða um að þær þurfi að hætta aðgerðastarfi sínu á meðan.

