Ekvador: Stöðvum notkun gasbruna

Ný skýrsla Amnesty International greinir frá því hvernig Ekvador hefur brugðist skyldu sinni að draga úr losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda með því að leyfa gasbruna í Amazon-skógi.

Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið og fáðu send 3 mál í mánuði og styrktu um leið starfið um 897 kr á mánuði.

Ekvador leyfir olíu­iðn­að­inum að halda áfram að nota gasbruna við olíu­vinnslu þrátt fyrir að dómstóll hafi árið 2021 úrskurðað í hag níu ungra baráttu­stúlkna og ungra kvenna um að stöðva gasbruna.

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda.

SMS-félagar krefjast þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna í samræmi við dómsúrskurð.

Lestu meira um skýrsluna hér.