Enga ólögmæta leiki í Brasilíu!

Í aðdraganda Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í Brasilíu hafa átt sér stað fjölmenn mótmæli sem lögregluyfirvöld hafa svarað með afli, og í sumum tilvikum beitt táragasi og gúmmíkúlum.

Í aðdraganda Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í Brasilíu hafa átt sér stað fjölmenn mótmæli sem lögregluyfirvöld hafa svarað með afli, og í sumum tilvikum beitt táragasi og gúmmíkúlum.

Líklegt er að mótmælin muni halda áfram á komandi vikum og nú íhugar brasilíska þingið nýja lagasetningu sem kann að vera notuð til þess að stöðva slík mótmæli. Að auki hefur skortur á reglugerðum og þjálfun lögreglu við löggæslu, skapað hættu á frekari meiðslum mótmælenda vegna óhóflegrar valdbeitingar lögreglunnar.

Allir eiga rétt á að taka þátt í friðsamlegum mótmælum – að nýta mannréttindi sín til tjáningar og koma saman með friðsömum hætti -  og brasilíska ríkisstjórnin hefur skyldu til að tryggja þessi réttindi.

Þess vegna gefur Amnesty International brasilísku ríkisstjórninni gult spjald!

Horfa á myndband Amnesty International.