Enn betri fréttir af bréfamaraþoninu – þrefalt meiri þátttaka en í fyrra!

Ánægjulegt er að segja frá því að nú hafa rúmlega 1.200.000 bréf, póstkort og undirskriftir safnast um heim allan. Það eru tæplega helmingi fleiri en í fyrra!

Ánægjulegt er að segja frá því að nú hafa rúmlega 1.200.000 bréf, póstkort og undirskriftir safnast um heim allan. Það eru tæplega helmingi fleiri en í fyrra!

Nú höfum við talið tæp 8.000 póstkort, bréf og undirskriftir frá Íslandi, sem þýðir nærri þreföldun aðgerða frá því í fyrra.

Á Höfn í Hornafirði söfnuðust tæp 1.000 kort og bréf, á Akureyri tæp 1.000 líka. Um 300 söfnuðust á Egilsstöðum og rúmlega 300 á Ísafirði. Að auki söfnuðust hundruð bréfa og póstkorta á bókasöfnum og í fyrirtækjum víða um land.

Bestu þakkir til ykkar allra sem tókuð þátt!

Við leyfum ykkur að fylgjast með áhrifum þessara aðgerða á líf þeirra einstaklinga, sem þið börðust fyrir.

Hér meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá bréfamaraþoninu á Akureyri og Egilsstöðum.