Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir kvikmyndasýningu næstkomandi þriðjudagskvöld, 19. febrúar, kl. 20.00 í Hinu húsinu við Austurstræti.
Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir kvikmyndasýningu næstkomandi þriðjudagskvöld, 19. febrúar, kl. 20.00 í Hinu húsinu við Austurstræti.
Sýnd verður brasilíska heimildamyndin Entre muros e Favelas í leikstjórn Suzanne Dzeik. Entre muros e favelas er áhrifarík heimildamynd um aðstæður íbúa í fátækrahverfum Río de Janeiro. Sjónum beint að auknu lögregluofbeldi í því sem lýst hefur verið sem „fíkniefnastríði“ innan hverfanna. Sýnt er frá aðgerðum frjálsra félagasamtaka á svæðinu til þess að sporna við ofbeldinu og styðja við fórnalömb þess, sem oftar en ekki eru saklausir borgarar. Varpað er ljósi á aðgerðaleysi stjórnvalda þegar kemur að því að bregðast við gríðarlegri misskiptingu í landinu og úrræðaleysi þeirra við að tryggja öryggi og bæta lífsgæði íbúa fátækrahverfa borgarinnar.
Myndin er klukkutími að lengd, með enskum texta, og verður kaffi á könnunni og umræður að sýningu lokinni.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
