Er þér misboðið?

Misbýður þér drápsaldan í Sýrlandi? Pyndingar í Kína? Aftökur án dóms og laga Í Kólombíu? Óheft vopnaviðskipti um allan heim? Barnahermennska í Súdan?

 

Félagar í viðbragðshópnum undirbúa aðgerð

Misbýður þér drápsaldan í Sýrlandi? Pyndingar í Kína? Aftökur án dóms og laga Í Kólombíu? Óheft vopnaviðskipti um allan heim? Barnahermennska í Súdan?

Fjölmörgum einstaklingum misbýður þau grófu mannréttindabrot sem framin eru um víða veröld og finnur hjá þér ríka þörf að berjast fyrir betri heimi. Frá árinu 2009 hefur Viðbragðshópur Íslandsdeildar Amnesty International unnið ötult aðgerðastarf, með ýmsu móti, fórnarlömbum mannréttindabrota til handa.

Miðvikudaginn 17. október nk. kl. 17:30 boðum við til fundar á skrifstofu Íslandsdeildarinnar, Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík, fáum okkur kaffi og pönnukökur, kynnumst betur starfi hópsins og Jóhanna K. Eyjólfsdóttir kemur og kveikir eld í hjörtum okkar. Kynntir verða nýir aðgerðamöguleikar í mannréttindabaráttu Amnesty International og breyttar áherslur viðbragðshópsins! Í kjölfarið munum við stofna nýjan hóp með þeim sem vilja taka þátt í mótun starfsins með okkur.

Fundurinn er ætlaður fólki yfir 25 ára. (Ef þú ert á aldrinum 16-25 ára og vilt breyta heiminum bendum við þér á að hafa samband við ungliðahreyfingu okkar. Netfangið er ung@amnesty.is)

Skráðu þátttöku þína með því að senda póst á Bryndísi Bjarnadóttur, herferðastjóra, á netfangið bb@amnesty.is

Vertu með og breyttu heiminum!
Íslandsdeild Amnesty International