Á undanförnum mánuðum hafa sjö dugmiklir sjálfboðaliðar á vegum Íslandsdeildar Amnesty International unnið að uppbyggingu ungliðahreyfingar innan samtakanna.
Á undanförnum mánuðum hafa sjö dugmiklir sjálfboðaliðar á vegum Íslandsdeildar Amnesty International unnið að uppbyggingu ungliðahreyfingar innan samtakanna. Nú er komið að stofnfundi ungliðahreyfingarinnar og býður Íslandsdeildin alla ungliða á aldrinum 16-25 ára hjartanlega velkomna, fimmtudaginn 15. mars klukkan 16:00 á skrifstofu deildarinnar, að Þingholtsstræti 27.
Við lofum ykkur áhugaverðri fræðslu og góðri skemmtun. Þið munuð enda kvöldið með logandi Amnesty kerti á uppþembdum brjóstkassanum, magann troðfullan af flatbökum og hjarta fullt af von um bjartari framtíð þessa heims!
ALLIR UNGLIÐAR Á ALDRINUM 16-25 ÁRA VELKOMNIR!
Dagskráin er sem hér segir:
Dagur: fimmtudagurinn 15. mars
Tími: 16:00
Staðsetning: Þingholtsstræti 27 (milli Kvennó og MR)
Dagskrá:
16:00 – Kynning á starfsemi Amnesty International
16:30 – Kynning á ungliðastarfinu
16:45 – Hópefli
17:00 – Hópastarf og umræður
17:20 – Kynning á áherslum Íslandsdeildar Amnesty International í herferðastarfi árið 2012
17:40 – Pizzur og gos
18:00 – Samantekt og kosning í stjórn
Við hlökkum til að sjá ykkur öll!
P.S. Vinsamlega staðfestið mætingu fyrir miðnætti miðvikudaginn 14. mars með því að senda póst á ung@amnesty.is
