Tveimur baráttumönnum fyrir mannréttindum hefur verið sleppt úr fangelsi í Eþíópíu, en þeim hafði verið haldið frá því í nóvember 2005. Daniel Bekele og Netsanet Demissie voru látnir lausir föstudaginn 28. mars eftir að forseti landsins náðaði þá.
Daniel Bekele (t.v.) og Netsanet Demissie (t.h.)
Tveimur baráttumönnum fyrir mannréttindum hefur verið sleppt úr fangelsi í Eþíópíu, en þeim hafði verið haldið frá því í nóvember 2005. Daniel Bekele og Netsanet Demissie voru látnir lausir föstudaginn 28. mars eftir að forseti landsins náðaði þá.
Mennirnir tveir skrifuðu undir bréf þar sem þeir „viðurkenndu mistök“ í tengslum við kosningarnar 2005. Ekki er enn vitað hvort að náðunin er einhverjum skilyrðum bundin.
Daniel Bekele er yfirmaður stefnumótunar hjá ActionAid í Eþíópíu. Netsanet Demissie er stofnandi og framkvæmdastjóri Stofnunar fyrir félagslegu réttlæti í Eþíópíu. Báðir eru mikilsmetnir mannréttindalögfræðingar.
Báðir menn kusu að verja sig gegn ákærunum á hendur þeim, ólíkt öðrum sem öðrum sem ákærðir voru um leið. Réttarhöldin stóðu yfir í tvö ár og í desember 2007 dæmdi meirihluti hæstaréttar Eþíópíu þá seka um að skipuleggja og efna til „óhæfu gegn stjórnarskránni“. Þeir fengu báðir 30 mánaða fangelsi.
Samkvæmt Amnesty International sýndi ákæruvaldið ekki fram á það Daniel Bekele eða Netsanet Demissie hefðu hvatt til ofbeldis og dómararnir dæmdu þá á grundvelli framburðar tveggja vitna, sem ástæða er til að ætla að ekki hafi verið trúverðug og verjendur mótmæltu ákaft. Eþíópísk yfirvöld meinuðu fulltrúum frá Amnesty International að fylgjast með réttarhöldunum í júlí 2007.
Amnesty International fagnar því að þeim hefur verið sleppt, en telur að báðir samviskufangarnir eigi rétt á bótum fyrir þann tíma sem þeir sátu í fangelsi.
