Þann 17. ágúst var háskólakennarinn Firew Bekele handtekinn og ákærður samkvæmt harkalegum hryðjuverkalögum (e. Anti-Terrorism Proclamation) Eþíópíu. Á seinasta áratug hafa lögin verið notuð til að bæla niður andstöðu. Firew Bekele er ákærður fyrir að skrifa bók sem gagnrýnir forsætisráðherra Eþíópíu, Abiy Ahmeden, enhann neitar að hafa skrifað bókina. Firew Bekele er samviskufangi sem þarf að leysa tafarlaust úr haldi án skilyrða.
Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.
Árið 2016, tillkynnti forsætisráðherra Eþíópíu umbætur til að tækla mannréttindamál og leysti hann þúsundir fanga úr haldi sem afplánuðu dóma af pólitískum toga. Ungt fólk af þjóðarbrotunum Amhara og Oromo í Eþíópíu mótmæltu efnahagslegri og pólitískri jaðarsetingu og skerðingu mannréttinda á götum landsins til ársins 2018. Fjöldi mótmælenda var ákærður samkvæmt hryðjuverkalögum landsins (e. Anti-Terrorism Proclamation).
Stjórnmálaflokkur forsætisráðherrans er Oromo demókrataflokkurinn og margir Eþíópíubúar sáu skipun hans sem mikilvægt skref fyrir Oromo þjóðarbrotið, þar sem hann er fyrsti Oromo þjóðarleiðtogi Eþíópíu. Síðan þá hafa mikilvæg skref verið tekin gegn harkalegum lögum sem notuð hafa verið í áratugi til að bæla niður gagnrýni og andstöðu en þrátt fyrir það hafa breytingar á hryðjuverkalögunum (e. Anti-Terrorism Proclamation) ekki átt sér stað. En umræddum hryðjuverkalögum er enn beitt til að ákæra einstaklinga af mismunandi ástæðum, m.a. fyrir að að sýna andstöðu gegn ríkisstjórninni.
Við krefjumst þess að Firew Bekele verði umsvifalaust leystur úr haldi án skilyrða þar sem hann hefur verið ákærður einungis fyrir nýta mannréttindi sín á friðsæmlegan hátt. Á meðan hann er enn í haldi krefjumst við að hann fái aðgang að lögfræðingi og fjölskylduheimsóknum og sæti ekki pyndingum eða annarri illri meðferð.
Við krefjumst þess einnig að hætt verði að ákæra einstaklinga samkvæmt hryðjuverkalögunum þar til að þau verði endurskoðuð í samræmi við alþjóðalög og reglur.
