Friðarsamfélagið í San José de Apartadó hefur ævinlega varið rétt sinn til að dragast ekki inn í vopnuð átök í Kólumbíu.
Friðarsamfélagið í San José de Apartadó hefur ævinlega varið rétt sinn til að dragast ekki inn í vopnuð átök í Kólumbíu.
Almennir borgarar á bardagasvæðum hafa í auknum mæli dregist inn í átökin í landinu, gegn eigin vilja, þar sem bæði skæruliðar og stjórnarherinn ásamt herþjálfuðum sveitum tengdum hernum, hafa krafist stuðnings þeirra og samvinnu. Stuðningur við annan aðilann í hernaðarátökum, þó að slíkur stuðningur sé veittur af illri nauðsyn, er iðulega svarað með refsiaðgerðum hins aðilans.
Friðarsamfélagið í San José de Aparadó hefur krafist þess að ágreiningsaðilar komi ekki inn fyrir landsvæði þess og virði rétt íbúanna til lífs, stöðu þeirra sem borgara og ákvörðun um að taka hvorki þátt né vinna með stríðsaðilum.
Þessi sjálfsagða krafa hefur ekki verið virt og frá árinu 1997 hafa rúmlega 170 meðlimir í Friðarsamfélaginu verið drepnir eða horfið sporlaust.
Þann 4. febrúar síðastliðinn skaut stjórnarherinn á félaga í Friðarsamfélaginu. Þetta er ein margra árása sem félagar í Friðarsamfélaginu og íbúar á svæðinu hafa mátt þola á undanförnum árum.
Stjórnarherinn og öryggissveitir bera oftast ábyrgð á árásunum en einnig
skæruliðar.
Í dag eru sjö ár liðin frá því að stjórnarherinn myrti 8 meðlimi í Friðarsamfélaginu, þar af 4 börn. Algert refsileysi hefur ríkt gagnvart þeim sem ábyrgð bera á mannréttindabrotum og misþyrmingum á meðlimum í Friðarsamfélaginu.
Taktu þátt fax-aðgerð á netinu til forseta Kólumbíu og krefðu hann um að tryggja vernd fyrir íbúa Friðarsamfélagsins.
Þú getur tekið þátt í aðgerðinni með því að ýta á hlekkinn hér að neðan:
http://bit.ly/AAB30d
