Fögnum fullgildinu íslenskra stjórnvalda á OPCAT

Íslandsdeild Amnesty International fagnar nýtilkominni samþykkt tillögu til þingsályktunar um fullgildingu valfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (OPCAT).

Íslandsdeild Amnesty International fagnar nýtilkominni samþykkt tillögu til þingsályktunar um fullgildingu valfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (OPCAT).

Íslandsdeild Amnesty International hefur í árafjöld ítrekað við íslensk stjórnvöld mikilvægi þess að fullgilda valfrjálsu bókunina við umræddann samning nú síðast í byrjun febrúar þegar 3,557 undirskriftir voru afhentar innanríkisráðherra Ólöfu Nordal vegna áskorunar um fullgildingu valfrjálsu bókunarinnar. Þá stóð Íslandsdeild samtakanna, ásamt Mannréttindaskrifstofu Íslands fyrir málþingi í sama mánuði þar sem fjallað var um mikilvægi fullgildingar valfrjálsu bókunarinnar. Dr. Anja Bienert, yfirmaður Mannréttinda- og löggæslusviðs Hollandsdeildar Amnesty International var sérstakur gestur málþingsins.

Þann 10. desember 2014 voru 30 ár liðin frá gildistöku Samnings Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Frá árinu 1984 hefur mikill meirihluti ríkja heims eða 155 ríki fullgilt samninginn. Hann var fullgiltur var Íslands hálfu 21. október 1996 og tók gildi hér á landi 22. nóvember sama ár.

Valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu var samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York 18. desember 2002 og undirrituð fyrir Íslands hönd 23. september 2003 af þáverandi utanríkisráðherra. Valfrjálsa bókunin felur m.a. í sér að óháðri alþjóðlegri eftirlitsnefnd sé heimilað að heimsækja með reglubundnum hætti stofnanir í aðildarríkjum  þar sem frelsissviptir einstaklingar eru vistaðir og kanna þar aðstæður í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að pyndingar eða önnur grimmileg eða vanvirðandi meðferð viðgangist. Umræddri alþjóðlegri nefnd er gert að gefa aðildarríkjum tilmæli og ábendingar hvað varðar vernd gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri og vanvirðandi meðferð eða refsingu. Í IV. hluta, 17. gr. bókunarinnar er gert ráð fyrir að þau ríki sem fullgilda bókunina setji einnig á fót eitt eða fleiri innlend eftirlitskerfi, samkvæmt fyrirmælum bókunarinnar, í þeim tilgangi að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að koma í veg fyrir pyndingar og aðra illa meðferð í fangelsum og meðferðar- og dvalarstofnunum sem reknar eru af hinu opinbera. Í 18. gr. er m.a. kveðið á um sjálfstæði, nauðsynlega sérþekkingu og jafnvægi í kynjahlutfalli þeirra sem sinna eftirlitinu. Í 19. gr. bókunarinnar er fjallað um lágmarksúrræði sem innlenda eftirlitið þarf að geta beitt og veitt tilmæli til stjórnvalda um hvað má betur fara, bæði hvað varðar framkvæmd og lagasetningu.

Efni bókunarinnar lýtur fyrst og fremst að stofnun og starfssemi innlendra og erlendra eftirlitsaðila og skuldbindingum aðildarríkja þar að lútandi.