Frábærar fréttir frá Papúa Nýju-Gíneu!

Í apríl gripum við til aðgerða vegna þriggja kvenna, sem voru í haldi þorpsbúa í þorpi á Papúa Nýju-Gíneu vegna ásakana um að þær stunduðu „galdra“. 

Í apríl gripum við til aðgerða vegna þriggja kvenna, sem voru í haldi þorpsbúa í þorpi á Papúa Nýju-Gíneu vegna ásakana um að þær stunduðu „galdra“. Við höfðum miklar áhyggjur af velferð þeirra, sérstaklega í ljósi þess að Helen Rumbali, sem var kennari og baráttukona fyrir réttindum kvenna, hafði skömmu áður verið hálshöggvin fyrir sömu sakir. Þar höfðu óbreyttir borgarar líka verið að verki og tekið lögin í sínar eigin hendur.

Konunum þremur hefur nú verið sleppt úr haldi. Þær eru nú í öruggu skjóli og njóta læknisaðstoðar. Forseti Papúa Nýju-Gíneu hefur einnig lýst yfir að hann hyggist afnema svokölluð „galdralög“, sem mæla fyrir um vægari refsingu ef að ofbeldismaður ber fyrir sig „galdra“ sem ástæðu ofbeldisins, jafnvel þegar um morð er að ræða. Afnám þeirra mun draga úr ofbeldi af þessu tagi.

Þetta ber að þakka ykkur sem tókuð þátt ásamt þúsundum annarra um heim allan. Bestu þakkir!