Tyrknesku fræðimennirnir Muzaffer Kaya, Esra Mungan, Kıvanç Ersoy og Meral Camcı voru leystir úr gæsluvarðhaldi þann 22. apríl síðastliðinn. Saksókn gegn þeim fyrir „hryðjuverkaáróður“ hefur verið hætt en þeir hafa ekki verið sýknaðir.
Tyrknesku fræðimennirnir Muzaffer Kaya, Esra Mungan, Kıvanç Ersoy og Meral Camcı voru leystir úr gæsluvarðhaldi þann 22. apríl síðastliðinn. Saksókn gegn þeim fyrir „hryðjuverkaáróður“ hefur verið hætt en þeir hafa ekki verið sýknaðir.
Fræðimennirnir Muzaffer Kaya, Esra Mungan, Kıvanç Ersoy og Meral Camcı voru leystir úr gæsluvarðhaldi þann 22. apríl síðastliðinn. Muzaffer Kaya, Esra Mungan, Kıvanç Ersoy hafa verið í haldi frá 15. mars síðastliðnum og Meral Camcı síðan 31. mars. Fræðimennirnir fjórir voru á meðal 1128 einstaklinga sem upphaflega skrifuðu undir áskorun sem gagnrýndi viðvarandi útgöngubann og öryggisgæslu í suðaustur-Tyrklandi. Auk þess skorað var á „stjórnvöld að undirbúa samningaviðræður og búa til áætlun sem stuðli að varanlegum friði og taki til greina kröfur kúrdískra stjórnmálahreyfinga“. Stuttu eftir að áskorunin var birt þann 11. janúar síðastliðinn hófst sakamálarannsókn vegna undirskriftanna. Yfir 2000 manns skrifuðu undir áskorunina.
Muzaffer, Esra, Kıvanç og Camcı skipulögðu blaðamannafund þann 10. mars þar sem að þeir ítrekuðu ákall sitt um frið og fordæmdu áreiti sem fræðimenn sem skrifuðu undir áskorunina sætu. Í kjölfarið hóf saksóknari í Istanbúl sakamálarannsókn og stuttu síðar voru fræðimennirnir hnepptir í varðhald.
Þann 22. apríl úrskurðaði dómari að leysa skildi Muzaffer, Esra, Kıvanç og Camcı úr haldi þegar málið kom fyrir rétt. Niðurstaða dómsins var að saksókn á hendur þeim fyrir „hryðjuverkaáróður“ yrði hætt meðan beðið væri eftir ákvörðun dómsmálaráðherra um hvort rannsókn undir grein 301. hegningarlaga um að „sverta tyrknesku þjóðina“ skildi haldið áfram, eins og saksóknarinn hefur óskað eftir.
Amnesty International hefur lengi kallað eftir afnámi greinar 301 í hegningarlögum þar sem að hún heftir tjáningarfrelsi og getur varðað allt að tveggja ára fangelsisvist. Dagsetning nýrra réttarhalda er 27. september 2016.
Þrátt fyrir að Muzaffer, Esra, Kıvanç og Camcı hafi verið leyst úr gæsluvarðhaldi þá hafa þau ekki verið sýknuð og eiga enn í hættu á að vera saksótt fyrir að nýta tjáningarfrelsi sitt á friðsaman hátt. Amnesty International mun halda áfram að fylgjast með máli fræðimannanna og grípa til viðeigandi aðgerða.
